Hér hefst ökunámið þitt!

Lærðu reglurnar, hugsaðu eins og öruggur ökumaður og undirbúðu þig vel fyrir prófið – með efni sem auðvelt er að skilja.

Hvað bjóðum við

HJÁ ÖKUSKÓLANUM KEYRSLUNNI bjóðum við upp á kennslu, æfingar og örugga menntun.

Við leggjum metnað í skýrt og vel uppbyggt námsefni sem auðvelt er að fylgja. Þú færð frábært gagnvirkt efni, öflugan verkefnavef með flettispjöldum, spurningum og prófum – og fullt af öðrum verkfærum sem hjálpa þér að læra hraðar og betur. Að loknu námskeiði færðu viðurkenningarskjal sem staðfestir að þú hafir lokið námskeiðinu.

Námskeiðin okkar

Veldu námskeiðið sem hentar þér og lærðu á þínum hraða – skref fyrir skref.

Ökuskóli 1

Byggðu sterkan grunn í umferðarreglum og öruggri aksturshegðun.
Skýrt, vel uppbyggt námsefni með gagnvirkum æfingum, spurningum og stuttum prófum.
Aðgangur að verkefnavef fylgir frítt með námskeiðinu.

Ökuskóli 2

Næsta skref í ökunáminu – dýpri skilningur á aðstæðum, áhættumati og góðri akstursmenningu.
Námsefni sem undirbýr þig vel með fjölbreyttum æfingum og prófum.
Aðgangur að verkefnavef fylgir frítt með námskeiðinu.

Allur pakkinn

Ökuskóli 1 + Ökuskóli 2, ásamt kennslu hjá ökukennara.
Innifalið eru 16 ökutímar og æfingarakstursmerki – allt sem þú þarft til að klára námið.
Aðgangur að verkefnavef fylgir frítt með pakkanum.

Verkefnavefur

Verkefnavefurinn er þinn æfingavöllur í ökunáminu. Þar finnurðu gagnvirk verkefni, fléttispjöld, spurningar og stutt próf sem hjálpa þér að festa námsefnið í minni og undirbúa þig fyrir prófið.
Aðgangur fylgir frítt með náminu.

the teacher, kitsch, humor, teacher, profession, education, studies, school, teaching, career, teacher, teacher, teacher, teacher, teacher

Okkar bestu ökukennarar

Veldu ökukennara sem hentar þér og þínum markmiðum.
Við hjálpum þér að finna réttan aðila og bóka kennslu á einfaldan hátt.
Þú færð skýra yfirsýn og getur byrjað strax.

Akstursmat

Akstursmat er skylda til að fá fullnaðarskírteini.
Það staðfestir að þú sért tilbúin(n) og að aksturinn uppfylli kröfur.
Þú færð skýra endurgjöf og leiðbeiningar um næstu skref.

Hvers vegna velja okkur?

Ökunám sem er skýrt, gagnvirkt og vel uppbyggt – svo þú lærir meira á styttri tíma.

Skýrt og vel uppbyggt nám

Við brjótum efnið niður í hnitmiðuð skref sem er auðvelt að fylgja. Þú veist alltaf hvað kemur næst og hvað skiptir mestu máli.

Gagnvirkt efni sem hjálpar þér að muna

Verkefnavefurinn er hannaður til að festa þekkingu: fléttispjöld, spurningar, stutt próf og æfingar sem halda þér á tánum.

Undirbúningur sem skilar árangri

Þú færð raunhæfan undirbúning fyrir prófið og aksturinn sjálfan. Við byggjum upp sjálfstraust með endurtekningu, skýrleika og góðu flæði í náminu.

Dæmi um gagnvirkt efni

Gagnvirka efnið er hannað til að gera námið lifandi og auðveldara að muna. M.a færð þú fléttispjöld með spurningum, fléttispjöld með öllum umferðarmerkjum og myndir með „hotspot“ þar sem þú smellir á atriði og færð skýrar útskýringar. Þetta er frábær leið til að æfa þig markvisst og undirbúa þig fyrir prófið.

Flettispjöld með fjölbreyttum spurningum

Æfðu þig með spurningum sem líkja eftir prófinu og hjálpa þér að festa lykilhugtök í minninu. Fullkomið til að rifja upp, endurtaka og sjá strax hvað þú kannt.

Flettispjöld með öllum umferðarmerkjum

Lærðu öll umferðarmerkin á einfaldan og skýran hátt. Þú sérð merkið og merkingu þess. Öll umferðarmerkin er að finna í ökuskólum og verkefnavef.

„Hotspot“-myndir þar sem þú smellir á punktana

Skoðaðu myndir í samhengi og smelltu á punkta til að fá útskýringar á reglum, áhættu og réttri hegðun í umferðinni. Frábært til að þjálfa athyglina og ákvarðanatöku.

Hallgerður Höskuldsdóttir: Fullt nafn handhafa skírteinisins. Skírteinið sýnir fullt nafn í tveimur línum, fyrst eiginnafn og svo föðurnafn/ættarnafn.

05-12-1968: Fæðingardagur handhafa (5. desember 1968).

Island: Fæðingarland handhafa, Ísland í þessu tilfelli.

4a: 20-04-2013: Útgáfudagur skírteinisins.

4b: 06-11-2043: Gildistími skírteinisins. Þessi dagsetning sýnir hvenær skírteinið rennur út og þarf að endurnýja.

007001040: Einstakt skírteinisnúmer sem er sértækt fyrir þetta ökuskírteini og auðkennir það í gagnagrunninum.

Handhafi hefur undirritað skírteinið til staðfestingar á að upplýsingarnar séu réttar.

4c: Ríkislögreglustjórinn: Útgáfuaðili skírteinisins (ríkislögreglustjórinn á Íslandi gefur út skírteini).

Kennitala korthafa

A, B, C, D, BE, DE: Flokkar ökuréttinda sem handhafi hefur.

DE: Rútur með eftirvagn.

A: Bifhjól (mótorhjól).

B: Fólksbifreið, allt að 3500 kg og með sæti fyrir 8 farþega auk ökumanns.

C: Vörubifreið yfir 3500 kg.

D: Rútur fyrir fleiri en 8 farþega.

BE: Fólksbifreið með eftirvagn yfir 750 kg.

Í dálki 9 sjáum við réttindarflokkana. t.d B-réttindi – Fólksbifreið, 8 farþegar eða færri, allt að 3500 kg.

Í dálki 10 sjáum við útgáfudag réttindanna t.d fékk þessi einstaklingur B-réttindi 26.07.1993

Dálkur 11 sýnir hvenær gildistími réttindaflokks rennur út. T.d renna B-réttindi þessa einsklings út þann 20.04.2028

Dálkur nr. 12 sýnir takmarkanir sem kunna að gilda um ákveðna réttindaflokka. Tákntölurnar útskýra tilteknar takmarkanir. T.d tákntalan 71 kynna að réttindin hafi verið skráð á öðru landi áður. Tákntalan 78 takmarkar réttindin ökutæki með sjálfskiptingu. Tákntalan 100 gefur réttindi til að stjórna fólksbifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd með
eftirvagn/tengitæki.

Okkar teymi

Teymi sérfræðinga sem hjálpar þér að ná prófinu – og verða öruggur ökumaður til framtíðar.

Skólastjóri

Gunnar Bachmann

Heldur utan um gæði námsins og tryggir skýra leið frá fyrsta kafla til prófa.

Kennslustjóri

Sigurður Þorsteinsson

Sér um að allt námsefni og að prófundirbúningur sé markviss og í takt við kröfur.

Sálfræðingur

Guðrún Björg Guðmundsdóttir

Aðstoð við próf- og aksturskvíða, einbeitingu og stress – svo þú nærð betri árangri.

Markaðsstjóri

Guðmundur OlIver

Tryggir að nemendur fái réttar upplýsingar og góð tilboð á réttum tíma.

Tæknistjóri

Ármann Freyr

Passar að kerfið virki, aðgengi sé gott og að námsupplifun sé smooth.

Aðstoðarskólastjóri

Bella sjöfn

Sér um stemningu, hvatningu og að ‘chill-a’ á milli lota.

Umsagnir frá  viðskiptavinum  Ökuskólans Keyrslunnar

Fáðu að sjá hvað viðskiptavinirnir okkar eru að segja um þjónustuna okkar hjá ÖKUSKÓLANUM KEYRSLUNNAR.

Ég er mjög ánægð með þjónustuna hjá keyrslan. Verkefnavefurinn er frábær! Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja ná prófinu.

Góð kennsla

Ég hef prófað nokkra ökuskóla en keyrslan er langbestur. Ég þakka þeim fyrir að ég náði prófinu!

Besta námskeiðið

Ég valdi keyrsluna vegna jákvæðra umsagna og ég get staðfest að þetta er frábær skóli.

Frábært námskeið

Hafðu samband

Hafðu samband við ÖKUSKÓLANN KEYRSLUNA