Verkefnavefur Keyrslunnar er sérhannaður til að hjálpa þér að vera vel undirbúin(n) fyrir bæði bóklega prófið og munnlega hlutann í verklega prófinu.
Þegar ökunámi er lokið er hægt að panta tíma í bóklegt ökupróf.
Taka má bóklegt próf 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælisdag. Lágmarksfjöldi verklegra ökutíma fyrir bóklegt próf er 12 ef Ökuskóla 3 er lokið, annars 14.
Frumherji hf. annast framkvæmd ökuprófa samkvæmt samningi við Samgöngustofu.
Á vef Frumherja er hægt að panta tíma í prófið.
Framkvæmd prófsins
Bóklega prófið er tekið á spjaldtölvur. Prófið samanstendur af 50 fullyrðingum sem svara á rétt eða rangt. Spurt er um efni sem þú hefur lært í ökuskólanum og hjá kennaranum.
Niðurstöður úr prófinu færðu strax við próflok. Svara þarf 45 fullyrðingum rétt til að standast prófið.
Ef þú fellur í prófinu getur þú tekið það aftur að viku liðinni. Sama gjald er greitt fyrir hvert próf sem tekið er.
Lespróf
Upplestur er í boði fyrir öll.
Túlkapróf
Ef viðkomandi talar ekkert af þeim tungumálum sem þýdd eru getur sá komið með túlk í prófið. Mikilvægt er að túlkur sé löggildur eða með samþykki frá Samgöngustofu.
Prófreglur
Miklvægt er að kynna sér prófreglur Samgöngustofu og Frumherja.

