Verkefnavefur

Verkefnavefur

Öruggur ökumaður, öruggir vegir.

janúar 2026
M Þ M F F L S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
  • 1. Finna ökukennara

  • 2. Sækja um námsheimild

  • 3. Fyrsti ökutími

  • 4. Ökuskóli 1

  • 5. Fleiri ökutímar

  • 6. Æfingaakstur

  • 7. ökuskóli 3

  • 8. Ökuskóli 2

  • 9. Bóklegt próf

  • 10. Ökutímar

  • 11. Verklegt próf

  • 12. Bráðabrirgarskirteini

  • 13. Akstursmat

  • 14. Fullnaðarskirteini

Verkefnavefur Keyrslunnar er sérhannaður til að hjálpa þér að vera vel undirbúin(n) fyrir bæði bóklega prófið og munnlega hlutann í verklega prófinu.

Þegar ökunámi er lokið er hægt að panta tíma í bóklegt ökupróf.

Taka má bóklegt próf 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælisdag. Lágmarksfjöldi verklegra ökutíma fyrir bóklegt próf er 12 ef Ökuskóla 3 er lokið, annars 14.

Frumherji hf. annast framkvæmd ökuprófa samkvæmt samningi við Samgöngustofu.

Á vef Frumherja er hægt að panta tíma í prófið.

Framkvæmd prófsins
Bóklega prófið er tekið á spjaldtölvur. Prófið samanstendur af 50 fullyrðingum sem svara á rétt eða rangt. Spurt er um efni sem þú hefur lært í ökuskólanum og hjá kennaranum.
Niðurstöður úr prófinu færðu strax við próflok. Svara þarf 45 fullyrðingum rétt til að standast prófið.

Ef þú fellur í prófinu getur þú tekið það aftur að viku liðinni. Sama gjald er greitt fyrir hvert próf sem tekið er.

Lespróf

Upplestur er í boði fyrir öll.

Túlkapróf

Ef viðkomandi talar ekkert af þeim tungumálum sem þýdd eru getur sá komið með túlk í prófið. Mikilvægt er að túlkur sé löggildur eða með samþykki frá Samgöngustofu.

Prófreglur

Miklvægt er að kynna sér prófreglur Samgöngustofu og Frumherja.

Umferðarmerkin

Valdapíramítinn og hægri reglan

Akstur með kerru

Hver á réttinn?

Fléttispjöld (Flashcards)

Æfingarpróf (sett upp eins og í prófinu)

Munnlegt próf í byrjun verklega prófsins

Verklega ökuprófið skiptist í tvo hluta; munnlegt próf og verklegt próf. Munnlega prófið er tekið í bílnum. Prófdómarinn spyr um ýmislegt í sambandi við bílinn; t.d. ljósabúnað, stjórntæki, öryggisbúnað og viðhald. Ef munnlega prófið gengur vel tekur verklega prófið við í beinu framhaldi. Ekin er viss leið sem prófdómari ákveður og hann skráir hjá sér plúsa og mínusa. Verklega prófið kostar 18.820 kr.Prófdómarinn kveður upp úrskurðinn strax að loknu prófi.

Kaflar

Mælaborð og önnur merki Fléttispjöld með spurningum og svörum

Þrautir, leikir og verkefni